Vefsíðugerð


Vefsíður eru andlit fyrirtækja út á netið. Falleg og vönduð vefsíða er því afar mikilvæg. Flestir nota vefsíður fyrirtækja til að afla sér helstu upplýsinga um fyrirtækið, vörur þess og þjónustu. Því er mikilvægt að vanda útlistshönnun, efnisval og þar með upplifun notenda.

Það er æði misjafnt hvað hentar hverju sinni, opinn hugbúnaður, sér bakendi, einföld html síða?  Þetta eru spurningar sem við veltum upp, með það að markmiði að fullnægja þörfum fyrirtækisins á eins einfaldan og ódýran hátt og framast er unnt.

Sendu okkur línu og við getum farið yfir vefmálin þín – veflausnir@veflausnir.is eða hringdu í síma 849-1159

 

Hvernig vefsíðu þarft þú?


Áður en farið er af stað í vefsíðugerð þarf að huga að því hvernig vefsíðu fyrirtækið þitt þarf. Við hjá Veflausnum setjumst niður með þér og greinum niður þarfir fyrirtækisins þíns. Hvort þú þurfir bara einfalda vefsíðu eða flóknari síðu. Hvort þú þurfir veflausn með vefverslun. Eða hvort tengja þurfi síðuna við bókunarkerfi eða því um líkt. Saman komumst við að því hvað hentar þínu fyrirtæki og hvernig útlit og uppsetning á vefsíðunni á að vera.

Þegar vefsíða er sett upp þarf að huga að ýmsu og getum við hjá Veflausnum hjálpað þér við að ná settu markmiði. Huga þarf að því að vefsíðan þarf að hlaðast hratt niður og getum við hýst vefinn þinn og tryggt það að vefsíðan sé ekki hæg. Við hjálpum þér einnig að móta innihald vefsins. Þú þarft að passa það að vefurinn sé ekki með fullt af upplýsingum sem skipta neytandann eða tilvonandi viðskiptavin engu máli. Saman setjum við upp gott veftré svo að auðvelt er að nálgast þær upplýsingar sem þurfa að vera til staðar. Við hönnum vefsíðuna þína þannig að hún passi inn í útlit fyrirtækisins þíns eða aðstoðum þig við að finna rétt útlit sem hentar því.

Þetta og ýmislegt annað er það sem við förum í gegnum með þér þegar hugað er að vefsíðugerð fyrir þitt fyrirtæki.