Um veflausnir


Veflausnir hafa starfað frá árinu 2004.  Við byrjuðum í heimasíðugerð en höfum fært okkur í sölu á vefsíðum og öppum. Við getum sett upp vefsíðuna þína í opnum hugbúnaði eins og Joomla og WordPress. En við sérhönnum einnig sér vefumsjónarkerfi fyrir þig þar sem þú getur á auðveldan máta nálgast efnið þitt. Oft á tíðum reynist það ódýrara fyrir fyrirtæki en að vera í opnum hugbúnaði eins og WordPress og Joomla.

Sendu okkur endilega línu og við getum farið yfir hvað við getum gert fyrir þig – veflausnir@veflausnir.is eða hringdu í síma 849-1159

Hvernig er þín vefsíða?


Við hjá Veflausnum getum þarfagreint fyrir þig hvað það er sem þig vantar til að þjónusta viðskiptavini þína betur.

Við byrjum á að skoða hvernig vefurinn þinn er í dag þ.e. ef þú ert með vefsíðu. Ef þú ert með vefsíðu þá förum við yfir það hvernig síðan þin tekur á móti notendum sínum og hvað sé hægt að gera til að betrumbæta síðuna. Stjórnendur fyrirtækja þurfa að hafa eitt í huga. Það þýðir ekki bara að setja upp vefsíðu einu sinni og láta þar við heita. Það þarf að uppfæra vefsíður samkvæmt nýjustu tækni. T.a.m. skiptir nú miklu máli að vefsíður séu skalanlegar þ.e. að þær henti öllum tækjum og tólum sem notendur nota til að fara inn á vefinn. Þar með talið eru tölvuskjáir í öllum stærðum og gerðum, spjaldtölvur og að sjálfsögðu snjallsíma. Vefsíðan þín þarf að líta vel út í öllum þessum tækjum því annars leitar neytandinn annað.

Þarftu kannski app?


Að vera með góða vefsíðu er nauðsynlegt. En svo ber að huga að því að þú þurfir e.t.v líka að vera með app/snjallforrit fyrir þína neytendur. Með appi geturðu flýtt fyrir þjónustu hjá neytendum eins og þekkist m.a. orðið í skyndibitaþjónustu þar sem auðvelt er nú að hala niður appi og panta sér t.a.m. pizzu. Öpp eru einnig frábær fyrir rauntímaupplýsingar eins og að fá gönguleiðsögn um miðbæ Reykjavíkur, fá upplýsingar um hvenær og hvar íþróttaleikir eru eða senda upplýsingar til notenda út frá því hvar þeir eru staddir hverju sinni.

Veflausnir aðstoða þig


Veflausnir aðstoðar þig við að finna hvað það er sem þig vantar. Nú er bara að skella á þráðinn 849-1159 eða senda okkur tölvupóst á veflausnir@veflaunsir.is

Hlökkum til að heyra frá þér