Við byrjuðum árið 2004, og höfum gert fjöldan allan af vefsíðum síðan þá.

Flestar vefsíður sem við gerum, eru í WordPress umsýslukerfi, en það er ókeypis kerfi, mest notaða umsýslukerfi í heiminum í dag.  Við
getum einnig sett upp vefsíður í Joomla, nú eða sérsmíðað umsýslukerfi, pantanakerfi eða hvaðeina.

Það er erfitt að fullyrða um að eitthvað sé öruggt.  Wordpress er opið kerfi og mjög vinsælt og er því töluvert um að reynt sé að finna og notfæra sér veikleika þess.  Það er því mikilvægt vera alltaf með nýjustu útgáfu WordPress, auk viðbóta og þema.
 Við erum auk þess með öflugar varnir, auk þess sem við tökum dagleg afrit af öllum vefsvæðum og gagnagrunnum.

Við sjáum svo um að uppfæra umsýslukerfið þitt.

Já, við höfum fulla trú á því.  Wordpress er einfalt þegar kemur að viðhaldi og innsetningu á helstu þáttum, fréttum, síðum o.s.frv.  Þegar síðan þín er klár, útbúum við kennsluefni fyrir þig, sem miðar að þínum vef, þar sem við kennum þér það sem þú þarft að kunna til þess að geta séð um vefinn þinn.  Nú, ef þú lendir í vandræðum, þá hefur þú bara samband við okkur og við björgum þessu.

Ef vefurinn er hýstur hjá okkur, þá rukkum við ekkert fyrir minniháttar viðvik, upprifjun á kennslu os.frv.  Ef verkið er hins vegar stærra, t.d. miklar útlitsbreytingar o.s.frv. þá gerum við fast tilboð.

Já, þú getur fengið öll þau netföng sem þú vilt, án aukagjalds.

Að sjálfsögðu, enda gerum við töluvert af því að setja upp nýjar síður, þegar sú gamla er orðin úrelt.  Við skoðum hvert verkefni fyrir sig og ráðleggjum þér með hagkvæmustu leiðina.

Að sjálfsögðu, við höfum flutt nokkurn fjölda vesíðna til okkar í hýsingu.

Að sjálfsögðu, við leggjum mikið upp úr almennu öryggi og afritum öll vefsvæði á hverjum degi og geymum þau að jafnaði í þrjár vikur.

Að vera alltaf með nýjustu uppfærslur af WordPress og viðbótum, er gríðarlega mikilvægt öryggisins vegna. Reynslan hefur sýnt okkur að sjaldnast eru eigendur vefsíðna að sinna þessum hluta nógu vel.  Við sjáum því um allar uppfærslur, úr miðlægum umsýslubúnaði hjá okkur, þannig að þú þarft ekki að hafa áhyggjur af þessum þætti.

Besta leiðin er að senda okkur tölvupóst, á veflausnir@veflausnir.is , eða hafa samband við okkur í gegnum samskiptakerfið okkar hér neðst á síðunni.  Við erum einnig oft með opið fyrir spjallið, en ef það er mikið að gera hjá okkur, þá gefum við okkur ekki alltaf tíma fyrir rauntíma netspjall.

Það er sjaldnast mikið mál ef þú ert með almenna síðu.  Það eru til margar viðbætur fyrir WordPress, sem henta flestum.  Hins vegar þurfum við stundum að sérsmíða einingar fyrir viðskiptavini okkar og getur það verið töluvert mikið meira mál.

Það er æði misjafnt.  Ef vefsíðan er nokkuð almenn eðlis, og ekki þörf á sér forritun, þá er verðið oftast okkar staðlaða verð.  Það sama á um netverslanir, en verðin er að finna á forsíðunni.  Hins vegar skoðum við alltaf verkefnið gaumgæfilega og gefum bindandi tilboð, þar sem við viljum ekki koma með óvæntan kostnað.

Hvert verkefni er því skoðað vel, áður en verð er gefið, en æði mörg af okkar verkefnum hafa verið á okkar stöðluðu verðum.

Almennt þá gerum við það ekki.  Við sérhönnum lang flestar vefsíður sem við gerum, en þá hönnum við útlitið í samvinnu við viðskiptavini okkar.  Þegar útlitið er klárt, er það kóðað í WordPress.

Reynslan hefur kennt okkur að sérhannað útlit er oftast það sem viðskiptavinir okkar vilja og er oft ódýrara þegar upp er staðið, en þá liggja þættir síðunnar vel fyrir og fer minni tími í ýmisskonar tímafrekar aðlaganir og breytingar á þemum.

Það er æði misjafnt og fer eftir eðli vefsíðu, hversu hröð og góð  samskipti við viðskiptavini eru, en við leggjum mikið uppúr athugasemdum, sérstaklega á hönnunarstiginu.  Einnig fer það mjög mikið eftir því hversu mikið er að gera hjá okkur.  Almennt reynum við að klára almennar vefsíður á 2-6 vikum, en þegar um sérsmíði er að ræða, þá geta þær tekið mun lengri tíma.

Við höfum verið lengi í bransanum og þvi með góða reynslu af ferli sem virkar vel.

Þú sendir okkur helstu upplýsingar um vefsíðuna þína, hvernig hún á að virka, lén, lógó, 2-3 myndir og drög að veftré o.s.frv.

Þá hefjum við hönnunarvinnu, þar sem við byrjum á forsíðunni.  Við sendum hönnunina á þig og þú kemur með allar þær athugasemdir sem þú telur að þurfi, svo uppfærum við og sendum fram og til baka þangað til þú ert ánægð/ur.

Það er misjafnt hvort við hönnum undirsíður sérstaklega, en oftast handa þær grunn útliti forsíðunnar.

Þegar hönnunin hefur verið samþykkt af þér, þá forritum við útlitið við WordPress og setjum inn veftré, borða og e.a. uppfyllingarefni.

Við kennum þér svo á síðuna og erum þér innan handar þangað til síðan er tilbúin.

Þegar síðan er svo klár, þá færum við hana á rétt vefsvæði, stofnum nafnaþjóna, netföng o.s.frv. En þú sérð síðan um að færa lénið, en við erum þér innan handar með það.

Þegar lénið hefur verið fært, þá er síðan komin í loftið.

Hafðu ekki áhyggjur af því, þar sem við getum líka hannað fyrir þig lógó.

Hýsing er sá staður sem vefsíðan og e.a. tölvupóstur er hýstur, en það er gert á vef/póstþjónum.

Já, við erum með fyrsta flokks hýsingarumsýslukerfi, á fyrsta flokks vefþjónum, þar sem engu er til sparað þegar kemur að áreiðanleika og öryggi.

Við teljum hana vera mjög örugga, en við erum með fyrsta flokks vél og hugbúnað, auk þess að vera með öflugar árásarvarnir, auk reglulegra veikleika og óværuskannana á öllum vefsvæðum.    Við sjáum einnig um allar uppfærslur á WordPress umsýslukerfinu sjálfu og viðbótum, sem er mjög mikilvægt þegar kemur að öryggi.

Það kostar ekki neitt, við erum almennt ekki að rukka aukalega fyrir minniháttar viðvik?

Viðskiptavinir vilja almennt að vefsvæði þeirra sé fyrsta flokks, og vel þjónustað.  Við erum ekki að rukka fyrir minniháttar viðvik fyrir viðskiptavini okkar, en margir hafa komið til okkar með hýsingar, eftir að hafa misboðið kostnað við minniháttar viðvik.

Fyrst og fremst með því að uppfæra reglulega vefumsýslukerfið þitt og viðbætur.  Auk þess erum við með árásarvarnir, sem loka á grunsamlegar ip tölur í rauntíma.  Við veikleikaskönnum svo öll vefsvæði á hverjum sólarhring, auk þess sem óværuskönnum þau reglulega.

Það er ekki hægt að fullyrða að nokkuð sé öruggt á vefnum, en við reynum að vera með bestu mögulegar varnir sem völ er á.

Við erum með reksturinn í heimahúsi, en 99% af okkar vinnu fer fram í gegnum netið.  Þannig höldum við einnig kostnaði niðri, sem skilar sér í hagstæðari verðum til viðskiptavina okkar.

Að sjálfögðu,vertu í sambandi við okkur og við mælum okkur móts.

Já, við setjum inn eitthvað af verkefnum okkar á forsíðuna.  Það fer mikið eftir önnum hversu vel síðan okkar er uppfærð.

Okkar megin sylla í vefsíðugerð, er vefsíður fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki.  Flestum henta einfaldar og fallegar vefsíður.  Það er einmitt þar sem við sérhæfum okkur, á verulega samkeppnishæfum verðum.

Að sjálfsögðu, hins vegar eru smáforritin töluvert dýrari en almennar vefsíður.  Ef þér er alvara, þá greinum við verkið og gerum þér fast tilboð.  Oftast sérsmíðum við umsýslukerfi, ef á þarf að halda.

Hafðu endilega samband við okkur og kannaðu hvort við getum ekki orðið þér að liði.  Þú getur líka sent okkur póst á veflausnir (a) veflausnir.is