Öpp


Öpp eða snjallforrit eru ört vaxandi þáttur í okkar daglega lífi, allt frá einföldum leikjum yfir í æði flókin og viðamikil öpp.

Veflausnir eru með góða reynslu í smíði á snjallforritum. Við höfum m.a. gert app fyrir Bókmenntaborgina, ÍBV íþróttafélag, Eyja appið, Ferða appið auk þess að hafa gert pöntunaröpp fyrir Sbarro staðina og 900 Grillhús.

Við smíðum bakenda fyrir þig, ef þarf, en þar getur þú sjálf(ir) uppfært efnið sem birtist notandanum.  Auk þess smíðum við forritið fyrir þig og setjum í birtingu hjá App store og Google Play store.

Ekki hika við að hafa samband við okkur – veflausnir@veflausnir.is eða sími 849-1159

Hvað er málið með þessi Öpp?


Þar sem að snjallsímarnir eru orðnir nær allsráðandi á fjarskiptamarkaðnum skiptir meira og meira máli að geta nálgast neytendur í gegnum símtæki þeirra. Snjallforrit eru því einstaklega góð leið til að nálgast neytandann beint, unnt að uppfæra upplýsingar til hans á svipstundu og senda honum upplýsingar í gegnum appið. Í stað þess að fara inn á vefsíðu fyrirtækisins halar neytandinn niður appi þar sem allar helstu upplýsingar koma fram. Fyrirtæki geta látið sníða fyrir sig mismunandi snjallforrit og þurfa snjallforritin alls ekki að geyma sömu upplýsingar og vörur eins og vefsíðan heldur er hægt að taka bút af vöru- eða þjónustframboði og setja í forriti o.s.frv.

Einstaklega gott er að hafa snjallforrit ef þú þarft t.a.m. að koma upplýsingum til skila út frá staðsetningarhnitum í síma notenda. Eða Ef að neytendur þurfa að fá upplýsingar í rauntíma eins og áminningar um hreyfingu og slíkt. Eitt er víst að með því að láta smíða eða vera í appi þá geturðu verið skrefi á undan samkeppnisaðilum þínum.