Ferlið


Þegar þú hefur ákveðið að láta okkur gera fyrir þig nýja vefsíðu þá er ferlið þannig:

Þú sendir okkur lógó og 2-3 myndir, drög að veftré og e.a. slóð á vefsíðu sem þér líkar við.

Þá hefst hönnunarferlið, þar sem við sendum þér drög að hönnun, sem þú gerir svo athugasemdir við.  Þegar þú ert sátt/ur við útlitið, þá setjum við upp vefsíðuna og útlitið þangað inn.  Við setjum upp veftréð og kennum þér að setja inn efnið.  Við leggjum áherslu á að þú samþykkir ekki útlitið nema þú sért fullkomlega sátt/ur við það.

Að sjálfsögðu getum við líka séð um að setja inn efnið fyrir þig.

Áttu ekki lógó?  Ekkert mál, þá hönnum við það fyrir þig.

ATH.  Eftir að þú hefur samþykkt hönnunina, þá er það útlit notað á vefsíðuna.  Ef þú vilt gera breytingar á útliti eftirá, þá kostar það aukalega.